Webhook

Webhook er einfaldlega vefslóð sem Goggi kallar á til að láta kerfi fyrirtækis vita í rauntíma af nýjum fréttum. Þessar fréttir er svo hægt að birta t.d. á innranet eða stjórendakerfi (dashboards).

Hægt er að velja fyrir hvaða vaktanir á að kalla á webhook fyrir. Ef ekkert er valið er kallað fyrir allar vaktanir.

Hér fyrir neðan sést hvernig Goggi gerir POST með JSON body um leið og ný frétt birtist á vefmiðli.

{
"voktunID": 123,
"firstBirt": "2021-06-06 11:44:00",
"ord": "Sjálfstæðisflokkurinn",
"midill": "DV",
"frettaskor": "★★",
"fyrirsogn": "Björn Jón skrifar: Að vera eða ekki vera sósíalisti",
"urdrattur": "Og ef við lítum aftur til formanns Sjálfstæðisflokksins þá verður seint sagt að hann standi sig í stykkinu þessi misserin sem fjárgæslumaður ríkissjóðs ....",
"myndUrl": "https://www.dv.is/wp-content/uploads/2022/08/GunnarBjarni.jpg",
"frettUrl": "https://www.dv.is/eyjan/2022/08/21/bjorn-jon-skrifar-ad-vera-eda-ekki-vera-sosialisti/"
}

Goggi sendir líka með APIKey í Authorization header.

Vinsamlegast sendið fyrirspurn á goggi@goggi.is ef óskað er eftir að nota webhook.